Frami er vefskóli þar sem nemandinn stýrir ferðinni og getur lært á þeim hraða sem honum hentar. Við kennum í formi fyrirlestra sem eru aðgengilegir á netinu. Frami byggir á þeirri sýn okkar að menntun eigi að vera aðgengileg alla ævi. Með því að bjóða upp á fjölbreytt nám á góðu verði gerum við öllum kleift að bæta við sig nýrri þekkingu og hæfileikum.
Kristín Hildur leiðir uppbyggingu Frama með áherslu á gerð og miðlun hágæða námsefnis. Hún starfaði áður hjá Íslandsbanka, síðast sem fræðslustjóri en leiddi áður vöruþróun fyrir ungt fólk og fjárfestingar. Áður starfaði hún hjá Deloitte á sviði viðskiptalausna og hjá Eimskipum í fjárstýringu.
Kristín er með BS-gráðu í hagfræði og MS-gráðu í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands. Hún er einnig meðeigandi Fortuna Invest, fræðsluvettvangs sem miðar að því að efla þátttöku á hlutabréfamarkaði, og meðhöfundur bókarinnar Fjárfestingar, sem kom út árið 2021.
Stefán Jökull er starfandi stjórnarformaður Kríta ásamt því að sinna fleiri stjórnar- og frumkvöðlastörfum í gegnum árin. Stefán er með meistaragráðu í frumkvöðlafræðum og stjórnun nýsköpunar frá Konunglega tækniháskólanum (KTH).
Björn er meðstofnandi Frama. Hann er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands og hefur víðtæka reynslu af stjórnun, stefnumótun og ráðgjöf. Björn er með BS-gráðu í verkfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í hagfræði frá University of Oxford.
Marinó er meðstofnandi Frama og frumkvöðull sem stofnað hefur fjölmörg fyrirtæki á borð við Sódavatn, Blómstra og Journey. Marinó er með BS-gráðu í verkfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í verkfræði frá TU Delft.